Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 07. júlí 2021 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Draumurinn lifir eftir rosalegan endasprett
Valsmenn eru enn inn í þessu einvígi.
Valsmenn eru enn inn í þessu einvígi.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Dinamo Zagreb 3 - 2 Valur
1-0 Arijan Ademi (f) ('8 )
2-0 Lovro Majer ('41 , víti)
3-0 Arijan Ademi (f) ('72 )
3-0 Arijan Ademi (f) ('82 , misnotað víti)
3-0 Kristinn Freyr Sigurðsson ('88 , misnotað víti)
3-1 Kristinn Freyr Sigurðsson ('88 )
3-2 Andri Adolphsson ('89 )
Lestu nánar um leikinn

Það var alveg ljóst fyrir fram að leikur Vals gegn Dinamo Zagreb yrði gríðarlega erfiður fyrir íslenska liðið.

Leikið var í miklum hita í Zagreb en heimamenn komust yfir snemma leik eftir hornspyrnu. „Hornspyrnan svífur yfir Birki Má og berst á Ademi í teignum. Hann er einn og yfirgefinn með nægan tíma og tekur fast skot. Hannes kemur við boltann en nær ekki að verja," skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu.

Fyrir leikhlé bætti Dinamo við öðru marki úr vítaspyrnu eftir klaufagang hjá Sebastian Hedlund. Staðan var 2-0 í hálfleik og yfirburðirnir algjörir.

Valur komst meira inn í leikinn í seinni hálfleik en svo komst Dinamo í 3-0 eftir skyndisókn.

Ademi hefði getað fullkomna þrennu sína úr vítaspyrnu á 82. mínútu. Hann hefði getað gert út um einvígið, en Hannes Þór varði frábærlega frá honum.

Lokamínúturnar í þessum leik gætu skipt miklu máli því Valur kom sér aftur inn í einvígið. Kristinn Freyr Sigurðsson fylgdi á eftir vítaspyrnu sem var varin á 88. mínútu og nokkrum sekúndum síðar bætti Andri Adolphsson við öðru marki.

„HVAÐ ER Í GANGI HÉRNA!!!! Skelfileg varnarmistök hjá Dinamo. Lauritsen sparkaði boltanum í andlitið á sjálfum sér og þaðan skaust hann til Andra sem hefur verið svakalega líflegur síðan hann kom inn. Andri klárar vel og allt í einu er staðan orðin 3-2! Ótrúlegur fótboltaleikur," skrifaði Elvar Geir þegar Andri skoraði.

Mikill karakter hjá Val og þeir eru enn inn í einvíginu þegar það fer aftur til Íslands. Það er búið að leggja niður útivallarmörkin og því þarf Valur að vinna með einu marki heima fyrir til að fara í framlengingu og með tveimur mörkum til að fara beint áfram. Það er allt hægt!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner