
Portúgal 1 - 1 Ítalía
0-1 Cristiana Girelli ('70 )
1-1 Diana Gomes ('89 )
Rautt spjald: Ana Borges, Portúgal ('90)
0-1 Cristiana Girelli ('70 )
1-1 Diana Gomes ('89 )
Rautt spjald: Ana Borges, Portúgal ('90)
Það varð ljóst í kvöld að Íslendingar verða ekki með neinn fulltrúa í 8-liða úrslitum á EM kvenna. Íslenska landsliðið féll úr leik í gær og Belgía, undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur, féll úr leik í kvöld.
Belgía steinlá gegn Spáni í dag en þurfti að treysta á sigur Portúgals geegn Ítalíu í kvöld til að eiga möguleika á að komast áfram í síðustu umferðinni.
Cristina Girelli kom Ítalíu yfir þegar hún skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn í fjærhornið. Undir lok venjulegs leiktíma jafnaði Diana Gomes metin. Ana Borges fékk sitt annað gula spjald seint í uppbótatíma og portúgalska liðið var einum færri en hélt það út.
Þessi úrslit þýða að Ítalía er í 2. sæti með 4 stig og Portúgal í 3. sæti með eitt stig og á enn möguleika á að komast áfram. Belgía er hins vegar á botninum án stiga og er fallið úr leik fyrir síðasta leikinn gegn Portúgal.
Athugasemdir