Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   mán 07. ágúst 2023 22:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorri fer til Öster
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorri Mar Þórisson er að ganga í raðir sænska félagsins Öster. Fyrst var greint frá áhuga Öster fyrir viku síðan og var það Akureyri.net sem fyrst greindi frá áhuga félagsins á bakverðinum. Valur og KR höfðu einnig áhuga og buðu bæði félög í leikmanninn.

Þorri var ónotaður varamaður gegn Dundalk í fyrri leik liðanna fyrir rúmri viku síðan og hefur í kjölfarið verið utan hóps í þremur leikjum íröð. Fyrir það var hann búinn að vera í stóru hlutverki í liði KA.

Hann verður 24 ára seinna í mánuðinum og hefur verið í fjögur og hálft ár hjá KA, kom til félagsins frá Dalvík/Reyni eftir tímabilið 2019. Hann er hægri bakvörður en getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar.

Dalvíkingurinn er á leið til Svíþjóðar á næstu dögum en þetta staðfesti Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Þorra, við Fótbolta.net. „KA leyfði okkur að tala við Öster í fyrradag og það er kominn munnlegur rammi að tveggja og hálfs árs samningi," sagði Ólafur.

Þjálfari Öster þekkir vel til hjá KA. Srdjan Tufegdziz, eða Túfa eins og hann er oftast kallaður, var á sínum tíma leikmaður KA og svo þjálfari liðsins. Túfa er á öðru tímabili sínu með Öster og fyrir hjá félaginu eru tveir Íslendingar: Alex Þór Hauksson og Rúnar Þór Sigurgeirsson.

Öster er í sænsku B-deildinni og er liðið í 3. sæti þegar sautján umferðum er lokið. Liðið endaði einmitt í 3. sæti á síðasta tímabili. Alls eru spilaðar 30 umferðir í B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner