mið 07. september 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Pjanic fékk ekki krónu fyrir að rifta við Barcelona
Miralem Pjanic
Miralem Pjanic
Mynd: EPA
Bosníski landsliðsmaðurinn Miralem Pjanic rifti samningi sínum við Barcelona í gær, en hann er ganga til liðs við Sharjah í sameinuðu furstaríkjunum.

Pjanic er 32 ára gamall og kom til Barcelona frá Juventus fyrir tveimur árum.

Hann eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Besiktas en þegar hann snéri aftur til Spánar var ljóst að hann myndi ekki fá hlutverk í liðinu.

Pjanic átti tvö ár eftir af samningi sínum við Barcelona en hann rifti honum í gær og fékk ekki krónu fyrir. Þetta kemur fram í spænska miðlinum Rac1. Pjanic var að þéna um 6,5 milljónir evra í árslaun hjá Barcelona og var hann því tilbúinn að gefa frá sér 13 milljónir evra fyrir þessi tvö ár.

Leikmaðurinn er nú mættur til sameinuðu furstaríkjanna þar sem hann mun ganga frá viðræðum við Sharjah. Hann mun skrifa undir þriggja ára samning á næstu dögum og er talað um að hann verði launahæsti leikmaður deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner