Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 07. september 2022 14:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skiptir Ten Hag ekki máli hvaðan leikmenn koma
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Eric Bailly skaut á Manchester United í viðtali sem hann veitti í gær. Hann segir að Manchester United þurfi að breyta stefnu félagsins varðandi enska leikmenn en hann segir að það taki þá fram yfir aðra leikmenn.

Bailly, sem er samningsbundinn United, var lánaður til Marseille út þetta tímabil. Bailly var nokkuð greinilega að skjóta á valið á Harry Maguire í lið Manchester United, fram yfir sig.

„Félagið ætti að forðast það að hafa Englendinga í uppáhaldi og gefa öllum leikmönnum tækifæri. Félagið ætti að fagna því og hvetja til þess að hafa samkeppni í búningsklefanum og ekki bara að fylgjast með sumum. Ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að heimamenn séu í forgangi. Það gerist ekki hjá Chelsea eða öðrum stórum úrvalsdeildarfélögum. Sumir ganga út frá því að þeir muni byrja og það veikir liðið. Sem betur fer er Ten Hag með mikinn karakter og hann getur breytt þeirri dýnamík," sagði Bailly.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var spurður út í þessi ummæli á fréttamannafundi í dag. Ten Hag kvaðst ekki geta tjáð sig þar sem hann hefði ekki verið stjóri liðsins á þeim tíma.

Hann var spurður hvort þjóðerni leikmanna skipti hann máli þegar hann veldi í liðið. Hollenski stjórinn sagði að það skipti sig ekki máli hvaðan leikmennirnir væru.
Athugasemdir
banner
banner