Ensku úrvalsdeildarfélögin Tottenham og Chelsea sýndu danska ungstirninu Patrick Dorgu áhuga í sumar en hættu við kaupin þegar Lecce bað um 35 milljónir evra.
Dorgu er 19 ára gamall og braust fram í sviðsljósið með Lecce á síðustu leiktíð, en hann er uppalinn hjá Nordsjælland í heimalandinu.
Dorgu, sem hefur lítið danskt blóð í æðum sér þar sem faðir hans er nígerískur og móðir hans norsk og sænsk, var lykilmaður upp yngri landslið Dana en hann átti sögulega innkomu í sínum fyrsta A-landsleik á dögunum. Hann kom þar inn af bekknum í 2-0 sigri gegn Sviss og skoraði aðeins 42 sekúndum síðar með sinni fyrstu snertingu í A-landsleik.
Dorgu er sókndjarfur vinstri bakvörður að upplagi en hefur verið að spila úti á kanti hjá Lecce á upphafi tímabils í efstu deild ítalska boltans. Þórir Jóhann Helgason er einnig á mála hjá Lecce.
Athugasemdir