Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal á Englandi, hefur valið 25 manna hóp fyrir Evrópudeildina en þýski sóknartengiliðurinn Mesut Özil og gríski miðvörðurinn Sokratis eru ekki í hópnum. Þetta kemur fram í ensku miðlunum í kvöld en félögin þurfa að staðfesta skráningu á morgun.
Özil er launahæsti leikmaður með Arsenal en hann þénar 350 þúsund pund á viku.
Hann hefur ekkert fengið að spila á þessu tímabili og lék þá ekkert í lokakafla síðasta tímabils.
Ekkert bendir þó til þess að hann sé á förum en nú er ljóst að hann verður ekki með liðinu í Evrópudeildinni. Arsenal má aðeins hafa sautján erlenda leikmenn í hópnum og bitnar það á Özil og gríska varnarmanninum Sokratis.
Þessar fréttir koma aðeins sólarhring eftir að Özil bauðst til að greiða laun lukkudýrsins hjá Arsenal sem var látinn fara til að lækka kostnað félagsins.
Athugasemdir