Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 07. október 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mourinho: Markmiðið að enda í 2. sæti
Mynd: EPA

Roma tapaði gegn Betis í Evrópudeildinni í gær. Ítalska liðinu hefur ekki gengið vel í keppninni til þessa.


Liðið er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Betis er á toppnum með níu stig og Ludogorets í 2. sæti með fjögur stig.

Jose Mourinho stjóri Roma var svekktur með úrslitin í gær.

„Þetta er sárt því þrátt fyrir að við spiluðum ekki frábærlega átti liðið ekki skilið að tapa," sagði Mourinho.

„Á þessu augnabliki er ekki markmiðið að enda á toppnum, Betis er með níu stig og þeir fá HJK í heimsókn í næstu umferð. Svo markmiðið núna er að enda í 2. sæti jafn vel þó það sé hætta á að mæta liði sem dettur úr leik í Meistaradeildinni. Ég vil það frekar en að enda í þriðja og fara í Sambandsdeildina," sagði Mourinho.


Athugasemdir
banner