Þór/KA var að semja við sex leikmenn meistaraflokks kvenna sem gera allar tveggja ára samninga við félagið.
Nokkrir gríðarlega mikilvægir leikmenn voru að semja við félagið, leikmenn eins og Agnes Birta Stefánsdóttir, Margrét Árnadóttir og Karen María Sigurgeirsdóttir sem spiluðu allar yfir 20 deildarleiki í sumar og eru fæddar á árunum 1997 til 2001.
Bríet Jóhannsdóttir, fædd 2006, er gríðarlega efnileg og spilaði 23 deildarleiki í sumar. Hún gerir einnig tveggja ára samning eins og jafnaldrar hennar Amalía Árnadóttir og Emelía Ósk Krüger.
Þór/KA endaði í fjórða sæti Bestu deildar kvenna í ár, með 34 stig úr 23 umferðum.
Athugasemdir