Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
banner
   mán 07. október 2024 16:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Lengjudeildin
Jökull í stuði eftir að Afturelding tryggði sig upp.
Jökull í stuði eftir að Afturelding tryggði sig upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull í markinu hjá Aftureldingu í sumar.
Jökull í markinu hjá Aftureldingu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Með bikarinn á Laugardalsvelli.
Með bikarinn á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera geggjað, eitt það skemmtilegasta í lífinu," sagði markvörðurinn Jökull Andrésson í samtali við Fótbolta.net í dag. Jökull hjálpaði á dögunum uppeldisfélagi sínu, Aftureldingu, að komast upp í efstu deild í fyrsta sinn.

Jökull kom á láni frá enska félaginu Reading á miðju tímabili; hann var stórkostlegur og var valinn í lið ársins er Afturelding vann sig upp í gegnum umspilið í Lengjudeildinni.

„Maður vaknar brosandi á hverjum einasta degi. Ég er búinn að vera að melta þetta og allt sem hefur verið að gerast. Það er alltaf einhver að hrósa manni og það er erfitt að gleyma þessu. Það er ekki hægt."

Fór að hágráta
Hann sér alls ekki eftir ákvörðun sinni að koma heim í Aftureldingu í sumar.

„Nei, ég geri það ekki. Dóttir mín kom í heiminn og svo gerðist þetta (að Afturelding fór upp). Þetta hafa verið tveir, þrír bestu mánuðir lífs míns. Ég hef mörgum að þakka; kærustunni minni, mömmu og pabba og bræður mínir. Við erum svo mikil fjölskylda og ég gæti eiginlega ekki verið heppnari."

Þegar flautað var af á Laugardalsvelli, þá byrjuðu tárin að flæða.

„Ég fór að hágráta," segir Jökull. „Ég er búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta. Maður þurfti aðeins að róa sig niður. Hvað getur maður gert? Sérstaklega líka eftir síðustu tvö árin hjá mér í fótbolta. Þetta hefur verið meira niður en upp og svo fær maður loksins svona þar sem allt gengur vel. Manni líður aftur vel. Þetta er ástæðan fyrir því að ég er í fótbolta, að líða vel og njóta. Loksins er maður að njóta og með öllu þessu magnaða fólki í Mosfellsbæ. Það er öðruvísi tilfinning sem maður getur bara varla útskýrt."

Hvað gerist næst?
Jökull hafði mikil áhrif á Aftureldingu og var eftir tímabilið valinn í lið ársins í Lengjudeildinni. Hann segist hafa verið glaður að geta hjálpað sínum mönnum og leið honum vel frá fyrsta degi í liðinu. En verður hann áfram næsta sumar?

„Við sjáum til. Þetta er dagur frá degi núna. Ég fer aftur núna til Reading og klára einhvern smá tíma þar. Svo er allt í boði. Ég er ógeðslega spenntur fyrir því sem er framundan. Ég ætla að fá það besta úr sjálfum mér. Ég er að leitast eftir því: Að ég sé hamingjusamur."

Menn í Mosfellsbæ vilja halda Jökli. Það er ekkert leyndarmál.

„Skiljanlega, miðað við hvernig allt hefur gengið. Þetta eru allt frændur og frænkur mínar upp í stúku. Þetta er ást, ein stór ást. Þú vilt ekki valda fólki í Mosfellsbæ vonbrigðum, treystu mér. Við sjáum hvernig allt fer. Ég held að allir verði glaðir á endanum," sagði Jökull.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Enski boltinn - Eldhressir Mosóbræður í heimsókn
Athugasemdir
banner