Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   mán 07. október 2024 07:00
Hafliði Breiðfjörð
Ekroth meiddist við að reyna að elta Emil Atlason
Ekroth meiddist aftan í læri þegar hann reyndi að elta Emil Atlason.
Ekroth meiddist aftan í læri þegar hann reyndi að elta Emil Atlason.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Oliver Ekroth miðvörður Víkinga varð að fara af velli seint í seinni hálfleiknum þegar liðið gerði 2 - 2 jafntefli heima gegn Stjörnunni í Bestu-deildinni í dag.

Ekroth var að reyna að elta framherjann skæða Emil Atlason þegar hann virtist fara aftan í lærinu og gat ekki haldið leik áfram.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Stjarnan

Myndir Hauks Gunnarssonar af þessu atviki má sjá hér að neðan.

Nú gæti landsliðshléið framundan reynst Víkingum og Ekroth vel í endurhæfiingu eftir meiðslin því það eru næstum tvær vikur í næsta leik.

Þá heimsækja Víkingar lið ÍA upp á Akranes laugardaginn 19. október.

Athugasemdir
banner