Van Dijk og Salah til Al-Ahli? - United vill fá Pau Torres - Ronaldo segir Al-Nassr að gera tilboð í De Bruyne - Alonso arftaki Ten Hag?
   sun 06. október 2024 22:15
Elvar Geir Magnússon
Ekroth mögulega ekki meira með í deildinni
Ekroth meiddur í kvöld.
Ekroth meiddur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Sænski varnarmaðurinn Oliver Ekroth fór meiddur af velli hjá Víking í jafnteflinu gegn Stjörnunni í dag. Mögulegt er að hann missi af síðustu tveimur deildarleikjum Víkings á tímabilinu.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 Stjarnan

„Þetta lítur út fyrir að vera slæm tognun, þannig mögulega er Íslandsmótið bara búið fyrir hann, sem er náttúrulega slæmt. Það er auðvitað eitt af þessum afleiðingum mikils álag og hann er búinn að spila mjög mikið af mínútum. Það hefur lítið verið hægt að hvíla hann í sumar, en svona er þetta. Við sjáum þetta út um allt í hinum stóra heimi þar sem mikið álag er, þá geta svona meiðsli komið upp," sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings eftir leik.

Ekroth er einn besti miðvörður deildarinnar en hann gæti misst af leik gegn ÍA eftir landsleikjagluggann og svo líklegum úrslitaleik við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 25 17 5 3 64 - 27 +37 56
2.    Breiðablik 25 17 5 3 58 - 30 +28 56
3.    Valur 25 11 7 7 59 - 40 +19 40
4.    Stjarnan 25 11 6 8 47 - 39 +8 39
5.    ÍA 25 11 4 10 45 - 37 +8 37
6.    FH 25 9 6 10 40 - 46 -6 33
Athugasemdir
banner
banner