Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mán 07. október 2024 16:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
U17: Gífurlega mikilvægur sigur í lokaleiknum
Thelma Karen lagði upp tvö.
Thelma Karen lagði upp tvö.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarliðið í dag.
Byrjunarliðið í dag.
Mynd: KSÍ
Norður-Írland 0 - 3 Ísland
0-0 Lucy Kelly ('6, klúðrað víti)
0-1 Edith Kristín Kristjánsdóttir ('24)
0-2 Ágústa María Valtýsdóttir ('58)
0-3 Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('79)

Íslenska U17 landslið kvenna vann í dag Norður-Írland í lokaleik sínum í fyrstu umferð undankeppninnar fyrir EM 2025.

Ljóst var fyrir leikinn að jafntefli myndi duga íslenska liðinu til að ná þriðja sæti riðilsins sem veitir áframhaldandi veru í A-deild undankeppninnar, 28 bestu liðin hefja undankeppnina í A-deildinni.

Strax á fimmtu mínútu fengu þær norður-írsku vítaspyrnu en Anna Arnarsdóttir varði spyrnuna.

Edith Kristín Kristjánsdóttir kom Íslandi yfir á 24. mínútu og þannig var staðan í leikhléi. Ágústa María Valtýrsdóttir tvöfaldaði forystuna með marki eftir undirbúning frá Thelmu Karen Pálmadóttur á 58. mínútu og Thelma Karen lagði svo aftur upp á 79. mínútu þegar Fanney Lísa Jóhannesdóttir innsiglaði sigurinn.

Íslenska liðið átti mun fleiri tilraunir í leiknum og sigurinn verðskuldaður, en auðvitað lykilaugnablik snemma leiks þegar Anna varði vítapsyrnuna. Heimakonur í Skotlandi unnu riðilinn, Pólland var í öðru sæti, Ísland í þriðja og Norður-Írland í fjórða.

Lokamótið fer fram í Færeyjum á næsta ári. Sjö lönd vinna sér inn þátttökurétt á lokamótinu í gegnum undankeppnina. Dregið verður í 2. umferð 6. desember, umferðin verður kláruð fyrir 23. mars og lokamótið fer fram dagana 4.-17. maí.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner