Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 07. nóvember 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Pirringur hjá PSG yfir ummælum Zidane
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Getty Images
Leonardo, yfirmaður íþróttamála hjá PSG, hefur gagnrýnt ummæli sem Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, lét falla um Kylian Mbappe á dögunum.

Zidane sagði að hinn tvítugi Mbappe eigi þann draum að spila með Real Madrid í framtíðinni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Real gefur Mbappe undir fótinn og það fer í taugarnar á mönnum hjá PSG.

„Í hreinskilni er þetta frekar pirrandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist," sagði Leonardo. „Kylian er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Núna er ekki rétti tíminn til að taka hann úr jafnvægi."

„Hann á tvö og hálft ár eftir af samningi við okkur og það að tala alltaf um 'drauma' hans....getum við ekki hætt þessu, stöðvum talið."

Real Madrid og PSG mætast í Meistaradeildinni 26. nóvember og eflaust verður Mbappe talsvert í umræðunni fyrir þann leik.
Athugasemdir
banner
banner