Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 07. nóvember 2024 18:09
Kári Snorrason
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sinn annan leik í Sambandsdeildinni fyrr í dag er liðið sigraði Borac Banja Luka frá Bosníu á Kópavogsvelli. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víkingum sem eru nú komnir með sex stig í Sambandsdeildinni. Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður Víkings mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FK Borac

„Stór sigur, sex stig. Það er örugglega meira en flestir hefðu vonað, þar að segja aðrir en við. Mér leið vel inn á vellinum allan tímann. Mér fannst við vera með yfirhöndina allan tímann, þetta var nokkuð þægilegur sigur."

„Ég held að einn sigur eða eitt jafntefli í viðbót gæti tryggt okkur í umspilið. Við stefnum á að taka næstu leiki, það er hundrað prósent. Ég var búinn að heyra að sjö stig gætu dugað. Við ættum samt að stefna á níu stig. Taka alla heimaleikina, miðað við hvað við erum að spila vel."

Sambandsdeildin er stór gluggi fyrir leikmenn Víkings.

„Þetta er risastór gluggi fyrir alla, það er pressa að standa sig. Maður reynir að standa sig í öllum leikjum. En þetta er stór keppni og maður er meðvitaður um það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner