Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 07. nóvember 2024 18:09
Kári Snorrason
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sinn annan leik í Sambandsdeildinni fyrr í dag er liðið sigraði Borac Banja Luka frá Bosníu á Kópavogsvelli. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víkingum sem eru nú komnir með sex stig í Sambandsdeildinni. Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður Víkings mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FK Borac

„Stór sigur, sex stig. Það er örugglega meira en flestir hefðu vonað, þar að segja aðrir en við. Mér leið vel inn á vellinum allan tímann. Mér fannst við vera með yfirhöndina allan tímann, þetta var nokkuð þægilegur sigur."

„Ég held að einn sigur eða eitt jafntefli í viðbót gæti tryggt okkur í umspilið. Við stefnum á að taka næstu leiki, það er hundrað prósent. Ég var búinn að heyra að sjö stig gætu dugað. Við ættum samt að stefna á níu stig. Taka alla heimaleikina, miðað við hvað við erum að spila vel."

Sambandsdeildin er stór gluggi fyrir leikmenn Víkings.

„Þetta er risastór gluggi fyrir alla, það er pressa að standa sig. Maður reynir að standa sig í öllum leikjum. En þetta er stór keppni og maður er meðvitaður um það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner