Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fim 07. nóvember 2024 18:09
Kári Snorrason
Gísli Gotti: Þetta er risastór gluggi fyrir alla - Pressa að standa sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sinn annan leik í Sambandsdeildinni fyrr í dag er liðið sigraði Borac Banja Luka frá Bosníu á Kópavogsvelli. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víkingum sem eru nú komnir með sex stig í Sambandsdeildinni. Gísli Gottskálk Þórðarson, miðjumaður Víkings mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FK Borac

„Stór sigur, sex stig. Það er örugglega meira en flestir hefðu vonað, þar að segja aðrir en við. Mér leið vel inn á vellinum allan tímann. Mér fannst við vera með yfirhöndina allan tímann, þetta var nokkuð þægilegur sigur."

„Ég held að einn sigur eða eitt jafntefli í viðbót gæti tryggt okkur í umspilið. Við stefnum á að taka næstu leiki, það er hundrað prósent. Ég var búinn að heyra að sjö stig gætu dugað. Við ættum samt að stefna á níu stig. Taka alla heimaleikina, miðað við hvað við erum að spila vel."

Sambandsdeildin er stór gluggi fyrir leikmenn Víkings.

„Þetta er risastór gluggi fyrir alla, það er pressa að standa sig. Maður reynir að standa sig í öllum leikjum. En þetta er stór keppni og maður er meðvitaður um það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner