Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 07. desember 2019 22:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City vildi fá víti - Fernandinho var trylltur
Mynd: Getty Images
Manchester City tapaði 2-1 gegn nágrönnum sínum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag.

United komst í 2-0 með mörkum frá Marcus Rashford og Anthony Martial í fyrri hálfleik. Rashford skoraði úr víti sem var dæmt eftir VAR-skoðun.

City vildi fá vítapsyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar fyrirgjöf Kyle Walker fór í höndina á Fred innan teigs.

Fernandinho, leikmaður Man City, brást brjálaður við þegar dómarinn Anthony Taylor dæmdi ekkert. Eftir VAR-skoðun var ákveðið að dæma ekki.

Á Manchester Evening News segir að enska úrvalsdeildin sé búin að útskýra hvers vegna var ekki dæmt. Það er vegna þess að Fred var að detta og hann notaði hendina til að styðja við líkamann. Þess vegna var ekki dæmd hendi.

Hérna má sjá atvikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner