Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 07. desember 2019 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba og Aubameyang fara næsta sumar
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er nóg um að vera í slúðurpakka dagsins. Paul Pogba, Donny van de Beek, Ousmane Dembele, Pierre-Emerick Aubameyang og Edinson Cavani koma meðal annars fyrir í pakkanum.




Paul Pogba, 26, ætlar að yfirgefa Manchester Unitd næsta sumar. Real Madrid hefur áhuga og býst við að fá afslátt þar sem samningur Pogba rennur út sumarið 2021. (L'Equipe)

Tottenham hefur áhuga á Donny van de Beek, 22 ára miðjumanni Ajax. Real Madrid hefur einnig áhuga og vill ungstirnið frekar ganga til liðs við spænska stórveldið. (De Telegraaf)

Manchester City og Chelsea hafa sent fyrirspurnir til Barcelona varðandi franska kantmanninn Ousmane Dembele, 22, sem er falur í janúar. (Sun)

Frank Lampard fær 150 milljónir punda til leikmannakaupa í janúar. Wilfried Zaha, 27, og Ben Chilwell, 22, eru efstir á óskalistanum. (Daily Mail)

Pierre-Emerick Aubameyang, 30, hefur hætt við að framlengja samning sinn við Arsenal. Hann á 18 mánuði eftir af samningi sínum og ætlar að fara næsta sumar. (Mirror)

Brendan Rodgers vonast til að halda lykilmönnum hjá Leicester eftir að hafa skrifað undir nýjan samning á dögunum. (Times)

Jurgen Klopp segir að Liverpool hefði selt Harry Wilson, 22, ef það teldi að hann ætti enga framtíð hjá félaginu. Wilson hefur verið flottur á láni hjá Bournemouth á leiktíðinni. (Guardian)

Klopp segist ætla að hugsa um að kaupa sóknarmann ef Rhian Brewster, 19, verður lánaður út í janúar. (Liverpool Echo)

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, flaug til Ítalíu til að fylgjast með Chris Smalling, 30, spila gegn Inter. Smalling hefur átt mjög góðan fyrri hluta tímabils með Roma. (Daily Mail)

Crystal Palace hefur sett sig í samband við AC Milan í tilraun til að fá Fabio Borini, 28, lánaðan út tímabilið. (Evening Standard)

Steven Gerrard er við það að skrifa undir nýjan samning við Rangers sem gildir til sumarsins 2024. (Sky Sports)

Everton hefur meðal annars áhuga á Carlo Ancelotti og Mauricio Pochettino til að taka við stjórastarfinu. (Times)

Gabriel Barbosa, einnig þekktur sem Gabigol, er kominn með 43 mörk í 56 leikjum að láni hjá Flamengo. Gabriel er leikmaður Inter á Ítalíu og sagði í viðtali á dögunum að hann væri til í að spila fyrir Liverpool. (Daily Mail)

Atletico Madrid ætlar að krækja í Edinson Cavani, 32 ára sóknarmann PSG. Cavani er búinn að missa byrjunarliðssæti sitt hjá liðinu til Mauro Icardi. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner