Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 07. desember 2021 22:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Origi aftur hetjan - Liverpool og Ajax með fullt hús
Origi er búinn að skora tvo leiki í röð.
Origi er búinn að skora tvo leiki í röð.
Mynd: EPA
Haaland skoraði tvö en Dortmund er úr leik.
Haaland skoraði tvö en Dortmund er úr leik.
Mynd: EPA
Real Madrid bar sigur úr býtum í D-riðli.
Real Madrid bar sigur úr býtum í D-riðli.
Mynd: EPA
Annan leikinn í röð var belgíski sóknarmaðurinn Divock Origi hetjan fyrir Liverpool.

Hann skoraði dramatískt sigurmark gegn Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Hann var verðlaunaður með sæti í byrjunarliðinu gegn AC Milan í kvöld, og viti menn - hann gerði aftur sigurmarkið.

Fikayo Tomori, fyrrum miðvörður Chelsea, kom AC Milan í forystu en hún var ekki langlíf. Mohamed Salah jafnaði metin sjö mínútum síðar og var staðan jöfn þegar flautað var til hálfleiks.

Snemma í seinni hálfleiknum skoraði Origi sigurmarkið. Tomori gerði mistök og nýtti Sadio Mane sér þau. Hann átti skot sem var varið, en Origi var réttur maður á réttum stað og skilaði boltanum yfir marklínuna.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði átta breytingar á liði sínu og hann er eflaust gríðarlega sáttur með sigurinn og frammistöðuna. Þetta var lokaleikurinn í riðlinum; Liverpool vann alla leikina og endar með fullt hús stiga.

Atletico Madrid fer með Liverpool í 16-liða úrslitin úr B-riðlinum. Atletico hafði betur gegn Porto á útivelli, 1-3. Á köflum í seinni hálfleik snerist leikurinn út í algjöra vitleysu þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft. Atletico hélt haus betur og náði að klára leikinn. Atletico endar í öðru sæti, Porto í þriðja og Milan á botninum.

Dortmund skoraði fimm en situr eftir
Borussia Dortmund hefur ekki riðið feitum hesti í riðlakeppninni. Í kvöld sýndu þeir hins vegar hvers þeir eru megnugir þegar þeir völtuðu yfir Besiktas, 5-0. Erling Braut Haaland og Marco Reus skoruðu báðir tvö fyrir Dortmund.

Þýska stórliðið fer samt í Evrópudeildina þar sem liðið endar fyrir neðan Sporting Lissabon. Dortmund og Sporting enda með sama stigafjölda, en Sporting hafði betur í innbyrðis viðureignum og fer þess vegna áfram.

Ajax lék sama leik og Liverpool og endaði með fullt hús stiga í þessum riðli eftir 4-2 sigur gegn Sporting í kvöld. Afskaplega vel gert hjá hollenska liðinu.

Real Madrid vann D-riðilinn
Í D-riðli áttust Real Madrid og Inter við í hreinum úrslitaleik um efsta sætið. Þar hafði Real Madrid betur, 2-0. Toni Kroos og Marco Asensio voru á skotskónum.

Real mætir því liði sem hafnar í öðru sæti í riðlakeppninni þegar út í 16-liða úrslitin er komið. Inter mætir liði sem stendur uppi sem sigurvegari í sínum riðli.

Sheriff Tiraspol frá Moldavíu fer í Evrópudeildina. Þeir enda með sjö stig, en niðurstaðan í kvöld var 1-1 jafntefli gegn Shakhtar Donetsk þar sem jöfnunarmarkið kom í uppbótartíma.

B-riðill:
Milan 1 - 2 Liverpool
1-0 Fikayo Tomori ('29 )
1-1 Mohamed Salah ('36 )
1-2 Divock Origi ('55 )

Porto 1 - 3 Atletico Madrid
0-1 Antoine Griezmann ('56 )
0-2 Angel Correa ('90 )
0-3 Rodrigo De Paul ('90 )
1-3 Sergio Oliveira ('90 , víti)
Rautt spjald: Yannick Carrasco, Atletico Madrid ('67), Wendell, Porto ('71)

C-riðill:
Borussia D. 5 - 0 Besiktas
1-0 Donyell Malen ('29 )
2-0 Marco Reus ('45 , víti)
3-0 Marco Reus ('53 )
4-0 Erling Haaland ('68 )
5-0 Erling Haaland ('81 )
Rautt spjald: Welinton, Besiktas ('43)

Ajax 4 - 2 Sporting
1-0 Sebastian Haller ('8 , víti)
1-1 Nuno Santos ('22 )
2-1 Antony Santos ('42 )
3-1 David Neres ('58 )
4-1 Steven Berghuis ('62 )
4-2 Bruno Tabata ('78 )

D-riðill:
Real Madrid 2 - 0 Inter
1-0 Toni Kroos ('17 )
2-0 Marco Asensio ('79 )
Rautt spjald: Nicolo Barella, Inter ('64)

Shakhtar D 1 - 1 Sheriff
1-0 Fernando ('42 )
1-1 Boban Nikolov ('90 )

Önnur úrslit:
Meistaradeildin: Leipzig lagði Man City - Messi og Mbappe skoruðu
Athugasemdir
banner
banner
banner