mið 07. desember 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tekur aftur við Norður-Írlandi - Stýrði liðinu í níu ár síðast
Michael O'Neill.
Michael O'Neill.
Mynd: Getty Images
Michael O'Neill hefur verið ráðinn sem landsliðsþjálfari Norður-Írlands á nýjan leik.

O'Neill, sem er 53 ára gamall, skrifar undir fimm og hálfs árs samning við fótboltasambandið í Norður-Írlandi.

„Ég er hæstánægður að taka þetta starf að mér. Ég er spenntur að sjá hvað við munum afreka með þessa leikmenn og ég get ekki beðið eftir því að spila fyrir græna og hvíta herinn á þjóðarleikvanginum á nýjan leik," segir þjálfarinn.

O'Neill tók við landsliði Norður-Írlands í desember 2011 og stýrði þá liðinu í um níu ár. Hann kom Norður-Írum á EM 2016 en þar fór liðið alla leið í 16-liða úrslit.

Hann tók við Stoke City er hann hætti með Norður-Írland en var rekinn þaðan fyrr á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner