Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 07. desember 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Væri stærsti brandari í sögu fótboltans ef einhver myndi afskrifa Man City
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, vildi varla láta draga sig út í umræðu um titilbaráttuna eftir að Manchester City tapaði fyrir Aston Villa í gær, en segir að það megi aldrei afskrifa City úr baráttunni.

Eins og staðan er núna þá er Man City í 4. sæti með 30 stig, fjórum á eftir Liverpool og sex stigum á eftir toppliði Arsenal.

Man City er að ganga í gegnum erfiðan kafla en Klopp segir að það væri algert grín að afskrifa þá.

„Ef einhver myndi afskrifa Manchester City úr titilbaráttunni þá væri það stærsti brandari í sögu fótboltans.“

„Arsenal er að berjast og hafa átt svipaða reynslu á við. Tilfinningin er góð en þú þarft samt að byrja næsta leik í stöðunni 0-0. Aston Villa eru magnaðir og United er þarna, spila kannski ekki nákvæmlega fótboltann sem einhverjir vilja — fjölmiðlar eða hvað sem það er — en þeir hafa náð ótrúlegu magni af stigum.“

„Ég er ekki viss um að Chelsea sé á leiðinni. Deildin er ótrúlega sterk og þú þarft að hafa smá heppni með þér til að komast í gegnum erfið augnablik og sérstaklega þegar það kemur að meiðslum. Þannig ég hef ekki hugmynd um það hverjir vinna titilinn.“


En verða það tvö lið sem munu berjast um titilinn eins og síðustu ár?

„Líklega. Það hefur verið þannig síðustu ár, alltaf tvö lið. Ég hef ekki áhuga á því, svo lengi sem við erum þarna, en það er svo erfitt og mikil ákefð. Spurðu mig aftur í apríl,“ sagði Klopp í lokin.
Athugasemdir
banner
banner