Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 08. janúar 2021 14:05
Elvar Geir Magnússon
Atli Guðna leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Atli er einn besti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi.
Atli er einn besti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Kæru FH-ingar. Nú er kominn tími til að setja punkt fyrir aftan mjög mörg skemmtileg ár og minningar sem ég mun eiga fyrir lífstíð," skrifar Atli Guðnason, sóknarleikmaður FH, í skilaboðum sem FH birtir á Facebook.

„Ég hef verið ótrúlega lánsamur með að taka þátt í velgegninni
hjá félaginu mínu og geng mjög stoltur frá borði. Ég er þakklátur
svo ótrúlega mörgum sem gerðu það að verkum að ég náði þeim árangri sem ég náði. Takk kærlega fyrir mig. Áfram FH. Atli Guðnason #11"


Atli hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann er 36 ára og er einn besti leikmaður í sögu efstu deildar á Íslandi.

Atli hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með FH og einu sinni bikarmeistari. Hann varð markakóngur efstu deildar 2012 og valinn leikmaður ársins 2009.

Atli kom í ítarlegt viðtal í útvarpsþættinum Fótbolti.net árið 2019 og er hægt að hlusta á þáttinn hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner