Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   fös 08. janúar 2021 09:12
Magnús Már Einarsson
Haller til Ajax (Staðfest)
Hollenska félagið Ajax hefur keypt framherjann Sebastien Haller frá West Ham.

Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það sé rúmar tuttugu milljónir punda.

West Ham keypti Haller frá Frankfurt í Þýskalandi á 45 milljónir punda fyrir einu og hálfu ári síðan en hann náði ekki að slá í gegn hjá félaginu.

Haller skoraði tíu mörk í 48 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði eitt af mörkum tímabilsins með hjólahestaspyrnu gegn Crystal Palace á dögunum.
Athugasemdir
banner