Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 08. janúar 2022 16:09
Brynjar Ingi Erluson
Árni Vill farinn frá Blikum - „Hann veit að dyrnar eru alltaf opnar hér"
Árni Vilhjálmsson verður ekki áfram með Blikum
Árni Vilhjálmsson verður ekki áfram með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson er farinn frá Breiðabliki og verður ekki með liðinu á næsta tímabili en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, staðfesti þessar fregnir í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Þessi 27 ára gamli framherji kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðasta tímabil og gerði samning við Blika til tveggja ára.

Hann skoraði 11 mörk í Pepsi Max-deildinni og var með bestu mönnum deildarinnar. Árni var í úrvalsliði ársins á Fótbolti.net en hann hefur nú komist að samkomulagi við Blika um að rifta samningnum.

Árni leitar sér að félagi erlendis til þess að vera nær fjölskyldunni en hann og Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, eignuðust son í nóvember.

„Nei, hann er farinn út. Hann er farinn út með konu og barni og þau eru að fara að einbeita sér að því að læra inn á nýtt líf. Hann er ekki lengur með samning hjá Breiðablik og því miður var það endirinn á þessu en auðvitað skilja allir stöðuna sem hann er í og sem þau eru í," sagði Óskar við Fótbolta.net.

„Árni átti frábært tímabil með okkur og lagði mikið til liðsins bæði innan vallar og utan þannig við kveðjum hann með söknuði en hann veit það að dyrnar eru alltaf opnar hérna."

Óskar Hrafn var spurður út í landsliðsvalið og hvort Árni hefði gert tilkall í að vera valinn í hópinn.

„Auðvitað hefði ég viljað fá fleiri Blika en akkúrat núna man ég ekki hvaða senterar eru. Að mörgu leiti gaf frammistaða hans til kynna að hann væri einn af betri senterum deildarinnar síðasta sumar og ef það voru einhverjir senterar sem komu til greina sem mér sýndist ekki vera, þá væri hann þarna pottþétt," sagði hann í lokin.
Óskar Hrafn: Duglegur strákur og fellur strax vel inn í hópinn
Útvarpsþátturinn - Boltafréttir og breytt Íslandsmót
Athugasemdir
banner
banner
banner