Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. janúar 2022 15:25
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Þrjú Íslendingalið úr leik - Lærisveinar Rooney töpuðu
Leikmenn Huddersfield gátu leyft sér að fagna gegn Burnley
Leikmenn Huddersfield gátu leyft sér að fagna gegn Burnley
Mynd: Getty Images
Harry Wilson skaut Fulham áfram í framlengingu
Harry Wilson skaut Fulham áfram í framlengingu
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Burnley er úr leik í enska bikarnum eftir 2-1 tap fyrir Huddersfield Town í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson var hvíldur er Burnley tók á móti Huddersfield í dag. Sean Dyche, stjóri Burnley, hvíldi nokkra lykilmenn og kostaði það sæti í næstu umferð.

Jay Rodriguez kom heimamönnum yfir á 28. mínútu leiksins en það verða oft kraftaverk í þessari keppni og Huddersfield framkvæmdi slíkt í lokin.

Josh Koroma jafnaði á 74. mínútu áður en Matty Pearson gerði sigurmarkið á 87. mínútu og tryggði Huddersfield áfram.

Crystal Palace lagði Millwall, 2-1. Jón Daði Böðvarsson var ekki í hópnum hjá Millwall. Benik Afobe kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik og útlitið gott fyrir enska B-deildarfélagið en jöfnunarmark frá Michael Olise í byrjun síðari hálfleiks reyndist þungt fyrir heimamenn.

Jean-Philippe Mateta sá til þess að Palace færi áfram með sigurmarki tólf mínútum síðar og þar við sat.

Daníel Leó Grétarsson var þá ekki með Blackpool sem tapaði fyrir Hartlepool United, 2-1. Lærisveinar Wayne Rooney í Derby County töpuðu þá 1-0 fyrir Coventry City.

Úrslit og markaskorarar:

Mansfield Town 2 - 3 Middlesbrough
0-1 Uche Ikpeazu ('4 )
0-2 Caolan Boyd-Munce ('14 )
1-2 Oliver Hawkins ('67 )
2-2 Rhys Oates ('85 )
2-3 John Joe OToole ('90 , sjálfsmark)

Bristol City 0 - 1 Fulham
0-1 Harry Wilson ('105 )

Burnley 1 - 2 Huddersfield
1-0 Jay Rodriguez ('28 )
1-1 Josh Koroma ('74 )
1-2 Matthew Pearson ('87 )

Coventry 1 - 0 Derby County
1-0 Dominic Hyam ('42 )

Hartlepool 2 - 1 Blackpool
0-1 Keshi Anderson ('8 )
1-1 David Ferguson ('48 )
2-1 Joe Grey ('61 )

Millwall 1 - 2 Crystal Palace
1-0 Benik Afobe ('17 )
1-1 Michael Olise ('46 )
1-2 Jean-Philippe Mateta ('58 )
Athugasemdir
banner
banner