Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. janúar 2023 18:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Öruggt hjá City gegn Chelsea - Villa féll út gegn D-deildarliði
Mahrez skoraði af vítapunktinum
Mahrez skoraði af vítapunktinum
Mynd: EPA
Julian Alvarez
Julian Alvarez
Mynd: Getty Images

Manchester City er komið áfram í enska bikarnum eftir sigur á Chelsea á Etihad.

Chelsea sá aldrei til sólar í leiknum.


City var 3-0 yfir í hálfleik en fyrsta markið kom eftir glæsilega aukaspyrnu frá Riyad Mahrez sem hann skoraði beint úr.

Stuttu síðar fékk liðið vítaspyrnu eftir að Kai Havertz handlék knöttinn. Julian Alvarez steig á punktinn og skoraði. Phil Foden bætti svo þriðja markinu við áður en flautað var til hálfleiks.

Chelsea átti ekki eina einustu tilraun að marki City í fyrri hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var ansi rólegur en eina markið í síðari hálfleik var City manna en þá skoraði Mahrez sitt annað mark, nú af vítapunktinum.

Ótrúlegur endir var í viðureign Aston Villa og Stevenage þar sem gestirnir komu til baka með tveimur mörkum á lokamínútunum.

Morgan Samson kom Villa yfir í fyrri hálfleik en Leander Dendonker var rekinn af velli á 85. mínútu og Jamie Reid skoraði úr vítaspyrnu fyrir Stevenage.

Dean Campbell tryggði svo Stevenage, sem leikur í League Two, sigurinn með marki á síðustu mínútunni.

Aston Villa 1 - 2 Stevenage
1-0 Morgan Sanson ('33 )
1-1 Jamie Reid ('88 , víti)
1-2 Dean Campbell ('90 )
Rautt spjald: Leander Dendoncker, Aston Villa ('85)

Manchester City 4 - 0 Chelsea
1-0 Riyad Mahrez ('23 )
2-0 Julian Alvarez ('30 , víti)
3-0 Phil Foden ('38 )
4-0 Riyad Mahrez ('85 , víti)


Athugasemdir
banner
banner
banner