Oliver Glasner, Dro Fernandez, Jörgen Strand Larsen, Jean Philippe-Mateta, Vinicius Jr, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu.
   sun 08. janúar 2023 21:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Abraham tryggði Roma stig í dramatísku jafntefli
Mynd: EPA

Það var dramatík í stórleik AC Milan og Roma í kvöld þegar liðin gerðu jafntefli.


Milan var marki yfir í hálfleik eftir skallamark Pierre Kalulu og Tommaso Pobega virtist vera tryggja Milan sigurinn þegar hann skoraði seint í leiknum eftir vel útfærða skyndisókn.

Roma gafst hins vegar ekki upp og Roger Ibanez minnkaði muninn með sterkum skalla þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og Tammy Abraham tryggði liðinu stig með marki í uppbótartíma.

Þetta byrjaði ekki vel fyrir topplið Napoli gegn Sampdoria en Matteo Politano misnotaði vítaspyrnu strax á fimmtu mínútu. Victor Oshimhen náði hins vegar forystunni fyrir Napoli stuttu síðar.

Róðurinn varð síðan enn erfiðari fyrir Sampdoria þegar Tomas Rincon lét reka sig af velli undir lok fyrri hálfleiks.

Einum fleiri tókst Napoli þó aðeins að skora eitt mark og 2-0 sigur því staðreynd. Napoli er á toppnum með sjö stiga forystu á Juventus og AC Milan. Roma er í 6. sæti sex stigum á eftir Juve og Milan.

Milan 2 - 2 Roma
1-0 Pierre Kalulu ('30 )
2-0 Tommaso Pobega ('77 )
2-1 Roger Ibanez ('87 )

Sampdoria 0 - 2 Napoli
0-0 Matteo Politano ('6 , Misnotað víti)
0-1 Victor Osimhen ('19 )
0-2 Eljif Elmas ('82 , víti)

Rautt spjald: Tomas Rincon, Sampdoria ('38)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 21 16 1 4 44 17 +27 49
2 Milan 20 12 7 1 33 16 +17 43
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
5 Roma 20 13 0 7 24 12 +12 39
6 Como 20 9 7 4 28 16 +12 34
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 20 8 6 6 29 22 +7 30
9 Lazio 20 7 7 6 21 16 +5 28
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
12 Torino 20 6 5 9 21 32 -11 23
13 Cremonese 20 5 7 8 20 28 -8 22
14 Parma 20 5 7 8 14 22 -8 22
15 Cagliari 21 5 7 9 22 30 -8 22
16 Genoa 20 4 7 9 22 29 -7 19
17 Lecce 20 4 5 11 13 28 -15 17
18 Fiorentina 20 2 8 10 21 31 -10 14
19 Pisa 21 1 11 9 16 31 -15 14
20 Verona 20 2 7 11 17 34 -17 13
Athugasemdir
banner
banner