Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
banner
   fim 08. janúar 2026 12:47
Kári Snorrason
Eyjó Héðins verður yfirmaður fótboltamála hjá Breiðabliki
Eyjólfur Héðinsson.
Eyjólfur Héðinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Héðinsson verður næsti yfirmaður fótboltamála Breiðabliks. Kristján Óli Sigurðsson greindi frá tíðindunum í gærdag og passar það við heimildir Fótbolta.net.

Alfreð Finnbogason var í gær tilkynntur sem nýr yfirmaður fótboltamála hjá norska félaginu Rosenborg, en hann gengdi stöðu tæknilegs ráðgjafa hjá Breiðabliki í um eitt og hálft ár.

Eyjólfur hefur verið deildarstjóri meistaraflokka hjá Breiðabliki í rúmt ár en hann hefur verið í starfi hjá félaginu í rúm þrjú ár. Hann mun koma til að sinna svipaðri stöðu og Alfreð Finnbogason gerði hjá Breiðabliki.


Athugasemdir
banner
banner
banner