Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 08. febrúar 2021 18:34
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd gæti mætt Sociedad á Ítalíu
Manchester United gæti mætt spænska liðinu Real Sociedad á Allianz-leikvanginum í Tórínó er liðin eigast við í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í næstu viku.

Liðin áttu upphaflega að mætast í San Sebastian á Spáni en hertar reglur um ferðalög eru í gildi á Spáni vegna útbreiðslu kórónaveirunnar og því ekki hægt að spila þar.

Félög frá Englandi mega ekki ferðast til Spánar en bæði félög hafa unnið að lausnum. Spænska knattspyrnusambandið hefur unnið náið með Sociedad til að fá undanþágu en ef svör berast ekki fyrir fimmtudag verður að spila leikinn á hlutlausum velli í Evrópu.

Allianz-leikvangurinn í Tórínó þykir afar líklegur en þó á eftir að fá leyfi frá ítölskum stjórnvöldum sem og ítalska knattspyrnusambandinu til að spila þar.

Það verður þó ekkert vandamál með síðari leikinn sem fer fram á Old Trafford en bresk stjórnvöld veita knattspyrnuliðum undanþágu og þurfa þau því ekki að fara í sóttkví þegar flogið er til Bretlandseyja í leiki.
Athugasemdir
banner