Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 08. febrúar 2021 23:32
Brynjar Ingi Erluson
Soucek sendir Mike Dean stuðningskveðjur
Tomas Soucek
Tomas Soucek
Mynd: Getty
Tékkneski miðjumaðurinn Tomas Soucek sendir enska dómaranum Mike Dean stuðningskveðjur á Twitter en Dean mun ekki dæma um helgina vegna hótana sem hafa borist honum eftir 0-0 jafntefli Fulham gegn West Ham.

Dean, sem er einn reyndasti dómari úrvalsdeildarinnar, rak Soucek af velli í markalausa jafnteflinu gegn Fulham á dögunum og fékk í kjölfarið líflátshótanir.

Hann mun ekki dæma um helgina eftir að hann bað forráðarmenn úrvalsdeildarinnar um frí vegna hótana en honum og fjölskyldu hans hafa borist líflátshótanir síðustu daga. Dean hefur tilkynnt málið til lögreglu.

Dómur Dean var vissulega umdeildur þar sem Soucek lyfti upp handleggnum og fór óvart í andlit Aleksandar Mitrovic. Dean rak hann af velli en búið er að draga spjaldið til baka og verður Soucek klár í næsta leik.

Tékkneski leikmaðurinn fordæmir þó hegðun stuðningsmanna.

„Þær ákvarðanir sem eru teknar á vellinum ættu að vera inn á vellinum. Ég vil ekki heyra af því að fólk sé að hafa áhrif á einkalíf fólks og sendi ég Mike Dean og fjölskyldu hans stuðningskveðjur."

„Það er ekkert pláss fyrir svona hegðun. Þetta er búið mál og nú er ég einbeittur á að klára tímabilið,"
sagði Soucek.
Athugasemdir
banner
banner