Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   fim 08. febrúar 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef Tuchel hefði fengið að ráða væri ég í Bayern treyjunni í dag"
Boateng í leik með Bayern
Boateng í leik með Bayern
Mynd: Getty Images

Jerome Boateng hefur átt erfitt uppdráttar á undanförnum árum en hann samdi við ítalska liðið Salernitana á dögunum.


Þessi 35 ára gamli þýski miðvörður gerði garðinn frægan með Bayern Munchen á sínum tíma. Hann gekk til liðs við Lyon árið 2021 en lék aðeins 35 leiki á tveimur árum í Frakklandi.

Bayern var í dauðaleit að miðverði í sumar og nafn Boateng var oft í umræðunni. Hann æfði með liðinu á síðasta ári.

„Bayern á alltaf stað í hjarta mínu. Ég er ótrúlega þakklátur félaginu fyrir tækifærið sem það gaf mér að sanna mig og halda mér í formi. Ég mun alltaf vera þakklátur og alltaf vera stuðningsmaður Bayern," sagði Boateng.

„Ef Thomas Tuchel hefði fengið að ráða væri ég í Bayern treyjunni í dag. Hann var aðal drifkrafturinn á bakvið aðild mína í Munche. Ég get aðeins þakkað honum en svo var mér amk tjáð að hópurinn væri nógu sterkur."


Athugasemdir
banner
banner
banner