Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 08. febrúar 2024 09:10
Elvar Geir Magnússon
Man Utd í betri stöðu en Arsenal til að fá Toney
Powerade
Ivan Toney.
Ivan Toney.
Mynd: Getty Images
Robinson orðaður við Liverpool.
Robinson orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Eldgos hafið á Reykjanesskaga. Hér er slúðurpakki dagsins. Toney, Fernandez, Lingard, Eriksen, Robinson, Benzema og Mbappe.koma við sögu.

Manchester United er í betri stöðu en Arsenal til að landa enska sóknarmanninum Ivan Toney (27) sem Brentford verðmetur á 80 milljónir punda. Búist er við því að Chelsea einbeiti sér að því að reyna að landa nígeríska sóknarmanninum Victor Osimhen (25) í staðinn. (Teamtalk)

Umboðsmaður argentínska miðjumannsins Enzo Fernandez (23) segir að leikmaðurinn hafi ekki í hyggju að yfirgefa Chelsea eftir að vafa var kastað á framtíð hans á Stamford Bridge. (AS)

Galatasaray mun ekki reyna að fá danska miðjumanninn Christian Eriksen (31) frá Manchester United áður en tyrkneska glugganum lokar í þessari viku en hyggst reyna að fá hann í sumar. (ESPN)

Brentford gæti einnig sýnt áhuga á að fá Brentford í sumar. (Metro)

Liverpool fylgist með bandaríska vinstri bakverðinum Antonee Robinson (26) hjá Fulham og gæti gert tilboð í sumar. (Football Insider)

Brighton er nálægt því að gera 17 milljóna punda samkomulag um ganverska vængmanninn Ibrahim Osman (19) hjá Nordsjælland og skáka þar með West Ham í baráttunni um hann. (Standard)

Franski framherjinn Karim Benzema (36) yfirgaf æfingasvæði Al-Ittihad eftir að stjóri liðsins Marcelo Gallardo sagði honum að æfa einum. (Marca)

Kylian Mbappe (25) er með þrjá fjárhagslegar kröfur sem félög þurfa að uppfylla til að hann yfirgefi Paris St-Germain í sumar. Þar á meðal eru árleg laun upp á 50 milljónir evra (42,6 milljónir punda). (Cadena Ser)

Jon Dahl Tomasson mun líklega yfirgefa Blackburn Rovers eftir átta deildarleiki án sigurs. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner