Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 08. febrúar 2024 11:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þetta eru fljótustu leikmennirnir í ensku úrvalsdeildinni
Van de Ven fagnar hér marki með James Maddison.
Van de Ven fagnar hér marki með James Maddison.
Mynd: EPA
Micky van de Ven, varnarmaður Tottenham, skráði sig í sögubækurnar fyrir stuttu þegar hann varð fljótasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá því mælingar hófust.

Hinn 22 ára gamli Van de Ven náði 37,38 kílómetra hraða á klukkustund þegar hann spilaði gegn Brentford þann 31. janúar síðastliðinn.

Það er nýtt met frá mælingar á hraða leikmanna hófust tímabilið 2020/21 en hraðinn á hollenska miðverðinum er hreint út sagt ótrúlegur.

Hraði leikmanna í deildinni er að aukast en sjö bestu tímarnir hafa verið settir á þessu tímabili.

Van de Ven var keyptur til Tottenham frá Wolfsburg fyrir þetta tímabil en hann er afar mikilvægur í leikkerfi Ange Postecoglou, stjóra liðsins, sem felst meðal annars í því að spila með háa varnarlínu.

Tíu hröðustu leikmennirnir frá því mælingar hófust
1. Micky van de Ven
2. Kyle Walker
3. Chiedozie Ogbene
4. Pedro Neto
5. Dominik Szoboszlai
6. Dara O'Shea
7. Antonio Rudiger
8. Brennan Johnson
9. Anthony Gordon
10. Amadou Onana
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner