Delap undir smásjá Man Utd - Ederson á óskalista Man City - Verður Saliba sá dýrasti?
banner
   lau 08. febrúar 2025 19:30
Sölvi Haraldsson
Lengjubikarinn: Jakob Gunnar skoraði sigurmark Þróttar - Afturelding rassskellti Þór
Jakob Gunnar byrjar vel í Laugardalnum.
Jakob Gunnar byrjar vel í Laugardalnum.
Mynd: Þróttur R.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram og Völsungur mættust í Úlfarsárdalnum í dag klukkan 15:00. Framarar leiddu 1-0 í hálfleik með marki frá Magnúsi Þórðarsyni. Davíð Örn Aðalsteinsson skoraði sjálfsmark í upphafi síðari hálfleiks og Alex Freyr Elísson bætti svo í fyrir Fram. 

Elfar Árni skoraði af vítapunktinum í lokin og minnkaði muninn í 3-1 sem urðu lokatölur leiksins.


Þróttarar fengu Grindvíkinga í heimsókn í dag þar sem Aron Snær kom heimamönnum yfir snemma leiks en Adam Árni setti tvö mörk fljótlega eftir það og kom gestunum yfir. Kári Kristjáns jafnaði leikinn af vítapunktinum rétt fyrir hálfleik. 

Jakob Gunnar Sigurðsson, sem fór með himinskautum með Völsungi í 2. deildinni í fyrra áður hann gekk til liðs við KR í vetur var lánaður í Þrótt Reykjavík á dögunum. Hann kom inn á af bekknum í dag og skoraði sigurmark leiksins með skalla. 3-2 sigur Þróttara.

Afturelding fékk Þórsara í heimsókn í dag þar sem Mosfellingar unnu 4-0 sigur. Mörkin skoruðu Aron Jóhannsson og Hrannar Snær en Hrannar skoraði þrennu.

Á Dalvíkurvelli mættust Dalvík/Reynir og Tindastóll. Viktor Daði Sævaldsson skoraði tvö mörk með tveggja mínútna milli bili eftir kortersleik og kom Dalvíkingum 2-0 yfir. David Bercedo minnkaði muninn skömmu síðar fyrir Stólana. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur fyrir norðan 2-1 Dalvíkingum í vil.

Fram 3 - 1 Völsungur
1-0 Magnús Þórðarson ('13 )
2-0 Davíð Örn Aðalsteinsson ('55 , Sjálfsmark)
3-0 Alex Freyr Elísson ('61 )
3-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('82 , Mark úr víti)
Rautt spjald: Þorri Stefán Þorbjörnsson , Fram ('81)

Þróttur R. 3 - 2 Grindavík
1-0 Aron Snær Ingason ('9 )
1-1 Adam Árni Róbertsson ('14 )
1-2 Adam Árni Róbertsson ('27 , Mark úr víti)
2-2 Kári Kristjánsson ('42 , Mark úr víti)
3-2 Jakob Gunnar Sigurðsson ('74 )

Afturelding 4 - 0 Þór
Mörkin: Hrannar Snær Magnússon 3, Aron Jóhannsson 1.

Dalvík/Reynir 2 - 1 Tindastóll
1-0 Viktor Daði Sævaldsson ('15 )
2-0 Viktor Daði Sævaldsson ('17 )
2-1 David Bercedo ('35 )

Athugasemdir
banner
banner
banner