Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
   mán 08. mars 2021 21:50
Victor Pálsson
Spánn: Frábær endurkoma Betis gegn Alaves
Betis 3 - 2 Alaves
0-1 Joselu ('12 )
0-2 Edgar Mendez ('24 )
1-2 Borja Iglesias ('61 , víti)
2-2 Joaquin ('81 )
3-2 Borja Iglesias('88)

Framherjinn Borja Iglesias reyndist bjargvættur Real Betis í kvöld sem spilaði við Alaves í spænsku deildinni.

Flestir bjuggust við heimasigri Betis í kvöld en liðið hefur verið á góðu róli og er í Evrópubaráttu.

Alaves er þó einnig í harðri fallbaráttu og komst yfir 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum Joselu og Edgar Mendez.

Borja Iglesias tókst að laga stöðuna fyrir Betis úr vítaspyrnu í seinni hálfleik og útlitið orðið töluvert betra.

Það var svo hinn 39 ára gamli Joaquin sem jafnaði metin á 81. mínútu en hann hafði komið inná sem varamaður.

Borja var svo aftur á ferðinni á 88. mínútu og skoraði þar sitt annað mark og þriðja mark Betis til að tryggja dýrmætan 3-2 sigur.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 9 8 0 1 20 9 +11 24
2 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
3 Villarreal 9 5 2 2 16 10 +6 17
4 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
5 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
6 Espanyol 9 4 3 2 13 11 +2 15
7 Elche 9 3 5 1 11 9 +2 14
8 Athletic 9 4 2 3 9 9 0 14
9 Sevilla 9 4 1 4 16 14 +2 13
10 Alaves 9 3 3 3 9 8 +1 12
11 Vallecano 9 3 2 4 11 10 +1 11
12 Getafe 9 3 2 4 9 12 -3 11
13 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
14 Valencia 9 2 3 4 10 14 -4 9
15 Levante 9 2 2 5 13 17 -4 8
16 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
17 Celta 9 0 7 2 8 11 -3 7
18 Real Sociedad 9 1 3 5 8 13 -5 6
19 Girona 9 1 3 5 6 19 -13 6
20 Oviedo 9 2 0 7 4 16 -12 6
Athugasemdir
banner