Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   þri 08. apríl 2025 21:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alfons og Willum upp í Championship (Staðfest)
Birmingham snýr aftur í Championship
Birmingham snýr aftur í Championship
Mynd: Birmingham
Birmingham féll úr Championship deildinni á síðasta leikdegi á síðustu leiktíð en liðið er búið að tryggja sér endurkomu í deildina á næstu leiktíð.

Alfons Sampsted spilaði klukkutíma en WIllum Þór Willumsson lék allan leikinn þegar liðið lagði Peterborough 2-1 í kvöld.

Liðið er með 95 stig, 14 stigum á undan Wrexham þegar liðið á sex leiki eftir en Wrexham á fimm leiki. Stigametið í deildinni er 103 stig sem Wolves náði tímabilið 2013/14. Liðið getur í besta falli náð 113 stigum.

Metið í ensku deildunum er 106 stig sem Reading náði í Championship deildinnii tímabilið 2005/06 þar sem Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson spiluðu.

Willum Þór hefur spilað 35 leiki í deildinni á tímabilinu, skorað fimm mörk og lagt upp fimm. Það tók tíma fyrir Alfons að vinna sér sæti í liðinu en hann hefur spilað í undanförnum leikjum. Hann hefur komið við sögu í 16 leikjum.






Stöðutaflan England England 1. deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Birmingham 40 29 8 3 73 29 +44 95
2 Wrexham 42 24 10 8 59 32 +27 82
3 Wycombe 42 23 12 7 67 37 +30 81
4 Stockport 42 22 11 9 63 37 +26 77
5 Charlton Athletic 42 22 10 10 58 38 +20 76
6 Cambridge City 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Reading 42 19 12 11 59 51 +8 69
7 Leyton Orient 42 20 6 16 61 43 +18 66
8 Bolton 42 20 6 16 63 62 +1 66
9 Huddersfield 42 19 7 16 54 44 +10 64
10 Blackpool 41 15 15 11 63 53 +10 60
11 Barnsley 42 16 9 17 60 64 -4 57
12 Lincoln City 42 14 13 15 57 49 +8 55
13 Rotherham 42 15 9 18 48 53 -5 54
14 Stevenage 41 14 10 17 38 44 -6 52
15 Exeter 42 14 10 18 45 58 -13 52
16 Peterboro 41 13 9 19 62 72 -10 48
17 Wigan 41 11 14 16 35 39 -4 47
18 Mansfield Town 41 13 8 20 49 59 -10 47
19 Northampton 42 11 14 17 42 59 -17 47
20 Burton 41 10 12 19 44 59 -15 42
21 Bristol R. 42 12 6 24 42 68 -26 42
22 Crawley Town 42 9 9 24 49 81 -32 36
23 Cambridge United 42 8 11 23 40 66 -26 35
24 Shrewsbury 42 7 9 26 37 71 -34 30
Athugasemdir
banner
banner