Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 08. maí 2021 13:50
Aksentije Milisic
Ivan Toney bætti markametið í Championship deildinni
Ivan Toney, framherji Brentford, skoraði fyrsta mark liðsins í 3-1 útisigri á Bristol City í lokaumferðinni í Championship deildinni.

Með þessu marki bætti Toney markametið í deildinni. Hann skoraði því alls 31 mark í deildinni á þessu tímabili.

Hinn 25 ára gamli Toney er á sínu fyrsta tímabili með Brentford en hann kom til liðsins frá Peterborough United.

Toney var lengi vel í eigu Newcastle United en hann spilaði einungis tvo leiki fyrir félagið. Hann fór alls sex sinnum á láni frá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner