Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fim 08. maí 2025 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aston Villa vill yngja upp og er opið fyrir tilboðum í heimsmeistarann
Mynd: EPA
Daily Mail segir frá því í dag að Aston Villa ætli sér að fá að minnsta kosti einn markmann í sumar og sagt tilbúið að hlusta á tilboð í aðalmarkmanninn Emiliano Martínez.

Argentínumaðurinn er 32 ára og skifaði undir fimm ára samning við Villa í ágúst. Hann er mjög vinsæll meðal stuðningsmanna Villa og verður eflaust erfitt fyrir félagið að láta hann fara.

Villa er sagt vilja yngja upp í markmannsstöðunni en vil fá markmann með svipaða getu.

Í grein Daily Mail er Villa orðað við Joan Garcia, 24 ára markmann Espanyol, sem arftaka Martínez. Garcia er sá markmaður í La Liga sem hefur varið flest skot.

Martínez, sem er mjög öflugur vítabani, hefur verið hjá Villa síðan 2020 en þá kom hann frá Arsenal. Hann lék sinn fyrsta landsleik fyrir Argentínu árið 2021 og varð ári seinna heimsmeistari.
Athugasemdir
banner
banner