Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 08. júní 2020 15:30
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Víkings R. í sumar
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Júlíus Magnússon er á miðjunni.
Júlíus Magnússon er á miðjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ágúst Hlynsson
Ágúst Hlynsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net spáir Víkingi R. fimmta sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Víkingur fær Fjölni í heimsókn í fyrstu umferðinni á sunnudaginn.

Ingvar Jónsson kom heim úr atvinnumennsku í vetur og verður aðalmarkvörður Víkings. Þórður Ingason átti gott tímabil í fyrra en hann verður varamarkvörður í ár.

Davíð Örn Atlason verður í hægri bakverðinum en hann hefur leikið mjög vel með Víkingi undanfarin ár. Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson verða væntanlega miðverðir líkt og í fyrra. Kári Árnason kemur einnig til greina en líklegast mun hann byrja aftarlega á miðjunni. Tómas Guðmundsson tók skóna af hillunni í vetur og hann er einnig miðvörður í leikmannahópi Víkings.

Dofri Snorrason byrjar væntanlega í vinstri bakverðinum en þar er mikil samkeppni. Logi Tómasson gerir einnig tilkall sem og Atli Barkarson sem kom frá Norwich í vetur.

Á miðjunni eru Júlíus Magnússon og Ágúst Hlynsson líklegastir til að spila fyrir framan Kára. Kristall Máni Ingason kom á láni frá FC Kaupmannahöfn á dögunum og Viktor Örlygur Andrason hefur einnig spilað talsvert í vetur.

Atli Hrafn Andrason og Erlingur Agnarsson byrja væntanlega á köntunum og frammi er Óttar Magnús Karlsson sem hefur verið í miklu stuði á undirbúningstímabilinu. Nikolaj Hansen, Helgi Guðjónsson og Örvar Eggertsson berjast einnig um stöður fremst á vellinum. Nikolaj spilaði mikið í fyrra en Helgi kom til Víkings í vetur eftir að hafa verið markahæstur í næstefstu deild í fyrra með Fram. +

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 7. sæti Víkingur R.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner