Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 08. júní 2022 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið U21: Birkir og Bjarki koma inn
Icelandair
Birkir kemur inn í liðið
Birkir kemur inn í liðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn einnig
Bjarki Steinn einnig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 árs landsliðið mætir Hvíta-Rússlandi klukkan 18:00 í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni fyrir EM2023.

Ísland þarf að vinna til að eiga möguleika á sæti í umspili. Janftefli eða tap þýðir að Ísland á ekki lengur möguleika.

Lestu um leikinn: Ísland U21 3 -  1 Hvíta Rússland U21

Byrjunarliðið hefur verið opinberað og er tvær breytingar eru á liðinu sem vann 9-0 sigur á Liechtenstein í síðustu viku. Birkir Heimisson kemur inn í varnarlínuna fyrir Atla Barkarson og Bjarki Steinn Bjarkason kemur inn í liðið fyrir Óla Val Ómarsson. Stillt er upp í þriggja miðvarða kerfi og er Birkir í hjarta varnarinnar ásamt Ísaki Óla og Róberti Orra.

Á vef UEFA er Kristian Hlynssyni stillt upp í vinstri vængbakverði og Ísaki inn á miðsvæðinu. Það verður fróðlegt að sjá hvort það verður raunin þegar leikurinn hefst.

Byrjunarlið Íslands:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
2. Birkir Heimisson
4. Róbert Orri Þorkelsson
5. Ísak Óli Ólafsson
7. Andri Fannar Baldursson
8. Kolbeinn Þórðarson
9. Brynjólfur Willumsson (f)
10. Kristian Nökkvi Hlynsson
11. Bjarki Steinn Bjarkason
16. Ísak Snær Þorvaldsson
20. Kristall Máni Ingason


Athugasemdir
banner
banner
banner