Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 08. júní 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Í tveggja leikja bann vegna olnbogaskots í Breiðholti - Dæmt eftir myndbandsupptöku
Omar Sowe í leiknum gegn Leikni.
Omar Sowe í leiknum gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ úrskurðaði, á fundi sínum í gær Omar Sowe, leikmann Breiðabliks, í tveggja leikja bann í Bestu deildinni vegna atviks í leik Leiknis og Breiðabliks sem fram fór þann 29. maí síðastliðinn.

Sowe gaf Brynjari Hlöðverssyni, leikmanni Leiknis, olnbogaskot í leiknum en dómararnir tóku ekki eftir atvikinu og því fékk hann ekki refsingu.

Nefndin getur úrskurðað um alvarleg agabrot sem dómari og aðstoðarmenn hans sáu ekki í leik og brugðust því ekki við. Framkvæmdastjóri sendi nefndinni erindi og stuðst var við myndbandsupptöku áður en Sowe var dæmdur í bannið.

„Er það mat nefndarinnar að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 31. maí sl. og jafnframt birtist á myndskeiði sem fylgir með greinargerð framkvæmdastjóra, sé alvarlegt agabrot. Atvik hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð," segir í úrskurðinum.

„Hann var svolítið blóðheitur. Hann gaf mér olnbogaskot tvisvar. Það var sérstaklega vont í seinna skiptið. Auðvitað er ég að djöflast í mönnum og reyna að fá þá til að missa hausinn, sem hann gerði. Þá verður maður líka að treysta á dómarar sjái þetta. Maðurinn átti að fara út af," sagði Brynjar í viðtali við Fótbolta.net eftir umræddan leik.

Sowe, sem hefur skorað tvö mörk í átta leikjum, verður í banni þegar Breiðablik mætir Val í næstu viku og svo gegn KA í umferðinni á eftir. Blikar eru með fullt hús á toppi Bestu deildarinnar.

Sjá einnig:
„Hefði átt að fá rautt og nokkurra leikja bann"
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner