Sóknarmaðurinn Harry Kane er aðalmaðurinn í kynningu Tottenham á búningi liðsins fyrir næstu leiktíð.
Þetta vekur athygli í ljósi þess hvernig sögusagnirnar eru þessa stundina. Kane er sterklega orðaður við brottför frá félaginu en þessi tíðindi ýta undir það verði áfram hjá Spurs.
Kane, sem er markahæstur í sögu Tottenham, á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.
Kane hefur verið sterklega orðaður við Manchester United en ný búningakynning ýtir undir það að hann verði áfram í höfuðborginni hjá Tottenham.
Tottenham vill auðvitað halda í hinn 29 ára gamla Kane og þrátt fyrir að hann eigi aðeins eitt ár eftir af samningi sínum þá metur félagið hann á 130 milljónir punda.
Kane hefur nánast allan sinn feril leikið með Tottenham en hann hefur ekki unnið einasta titil - fyrir utan Audi Cup æfingamótið.
Harry Kane featuring prominently in the 23/24 Kit Launch. pic.twitter.com/aKXJ5PRDBb
— Lilywhite Rose (@Lilywhite_Rose) June 7, 2023
Athugasemdir