Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   lau 08. júní 2024 01:07
Sölvi Haraldsson
Árni Guðna: Ánægður með svarið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst þetta vera gott stig eftir lélegan leik í leiknum á undan gegn Þrótti. Ég er ánægður með hugarfarið og viljann í liðinu sem hefur kannski vantað aðeins upp á síðkastið.“ sagði Árni Freyr Guðnason, þjálfari ÍR, eftir 2-2 jafntefli gegn ÍBV í dag.


Lestu um leikinn: ÍR 2 -  2 ÍBV

Bragi Karl jafnaði leikinn fyrir ÍR-inga með rosalegu marki. Skot fyrir utan teig í slána og inn.

Mjög gott mark hjá Braga, sláin inn. Hann hefur kannski ekki alveg verið að hann eins og í fyrra en vonandi er það að koma núna hjá honum. Ég er ánægður með Braga.“

Eftir 5-0 tap gegn Þrótti í seinasta leik er Árni sáttur með svarið hjá sínum mönnum í dag.

Ég er ánægður með svarið hjá mínum mönnum. Þ.e.a.s. í þessum grunnþáttum sem við tönglumst á. Sú vinna var ekki til staðar á móti Þrótti þótt ég held að við höfum spilað betri fótbolta á móti Þrótti í þeim skilningi. Við gerðum 6 breytingar á liðinu. Þeir sem komu inn í liðið gerðu mjög vel.

Næsti leikur ÍR er gegn Njarðvík sem hafa byrjað deildina af krafti.

Við förum til Njarðvíkur til að vinna þá. Þeir eru öflugir. Við höfum unnið gegn öllum þessum liðum og tapað gegn öllum þessum liðum. Það er bara full fókus og taka þrjú stig í þessum leikjum.

Viðtalið við Árna Guðna má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner