Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   lau 08. júní 2024 09:00
Hafliði Breiðfjörð
London
Ungir Grindvíkingar fengu áritun eftir leik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Um 600 íslenskir stuðningsmenn voru viðstaddir þegar Ísland vann magnaðan 0 - 1 sigur á Englandi á Wembley í gærkvöldi.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Íslensku leikmennirnir þökkuðu þeim stuðninginn eftir leik og Valgeir Lunddal Friðriksson semkom inná sem varamaður í leiknum kíkti á hóp ungra Grindvíkinga og áritaði treyjur.

Eins og allir þekkja eiga Grindvíkingar um sárt að binda eftir að hafa þurft að yfirgefa heimili sín til lengri tíma vegna eldsumbrota í næsta nágrenni.

Þeir gátu því glaðst með íslenska liðinu eftir leikinn í gær og hér meðfylgjandi eru nokkrar myndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner