Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mið 08. júlí 2015 13:52
Magnús Már Einarsson
Gísli Páll í banni gegn KA: Dómurinn út í hött (Myndband)
Sjá myndband neðst í fréttinni
Mynd: Rúnar Haukur Photography
Gísli Páll Helgason, bakvörður Þórs, verður í leikbanni í grannaslagnum gegn KA í 1. deildinni á laugardag.

Gísli Páll fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í viðbótartíma fyrir litlar sakir.

Pétur Guðmundsson, dómari, sýndi Gísla gula spjaldið fyrir að brjóta á Denis Sytnik en myndband af atvikinu má sjá neðst í þessari frétt.

„Ég held að það þurfi að finna upp eitthvað nýtt orð yfir því hvernig mér líður. Ég er svona ennþá að melta þetta allt saman," sagði Gísli Páll svekktur við Fótbolta.net í dag.

„Ég get voða lítið sagt nema að þessi dómur var algjörlega út í hött að mínu mati, sem og allra annarra sem sáu þetta."

„Það vantaði bara alveg að dómarinn læsi í leikinn, gæinn hleypur einfaldlega á mig og ég veit ekki alveg hvernig ég átti að fara að því að gufa hreinlega upp."

„Ég trúði ekki að hann væri að flauta brot á þetta og hvað þá að spjalda mig og henda mér í bann í stærsta leik ársins."


Þór og KA mætast á Akureyrarvelli klukkan 17:00 en mikil eftirvænting ríkir á Akureyri eftir þessum fyrsta grannaslag liðanna í deildarkeppni síðan árið 2012.

Hér að neðan má sjá myndband af spjaldinu. Brotið kemur eftir 20 sekúndur.


Athugasemdir
banner
banner