Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. júlí 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Arteta ósáttur: Ég skil ekki reglurnar
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var allt annað en ánægður með Chris Kavanagh dómara í 1-1 jafntefli liðsins gegn Leicester í gær.

Kavanagh sýndi Eddie Nketiah gula spjaldið á 75. mínútu fyrir brot á Justin James. Kavanagh ákvað síðan að skoða atvikið aftur í sjónvarpsskjá eftir að hafa rætt við VAR teymið. Í kjölfarið breytti hann spjaldinu í rautt spjald.

„Síðastliðið árið hef ég aldrei séð dómara skoða myndir. Ég skil ekki reglurnar en ég breyti engu núna," sagði Arteta.

Arteta var einnig ósáttur við að Jamie Vardy, framherji Leicester, hafi ekki fengið rauða spjaldið undir lok fyrri hálfleiks.

Vardy féll eftir baráttu við Shkodran Mustafi og fór um leið með skóinn í andlitið á honum. Kavanagh og dómarateymið taldi að um óviljaverk væri að ræða og ekkert var dæmt á Vardy.
Athugasemdir
banner
banner
banner