Guðmundur Þórarinsson er genginn í raðir armenska félagsins FC Noah en hann kemur þangað á frjálsri sölu frá OFI Crete í Grikklandi. FC Noah er í höfuðborg Armeníu, Jerevan.
Það er Ríkharð Óskar Guðnason sem greinir frá tíðindinum á X.
Það er Ríkharð Óskar Guðnason sem greinir frá tíðindinum á X.
Landsliðsbakvörðurinn skrifar undir eins árs samning með möguleika á einu ári til viðbótar.
FC Noah endaði í 2. sæti armensku deildarinnar í vor og er næsta verkefni liðsins einvígi við norður-makedónska liðið Shkendija í 1. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Fyrri leikur liðanna fer fram á fimmtudaginn í Yerevan.
Guðmundur, sem er 32 ára gamall, hefur átt ævinýralegan feril til þessa. Árið 2013 hóf hann atvinnumannaferil sinn er hann gekk í raðir norska félagsins Sarpsborg frá ÍBV. Þaðan fór hann til Nordsjælland í Danmörku þar sem hann lék tvö tímabil áður en hann hélt aftur til Noregs og samdi við Rosenborg. Einnig hefur hann spilað fyrir Norrköping, New York City og Álaborg á ferlinum.
Noah var sett á laggirnar árið 2017 þá undir nafninu FC Artsakh, en það hóf göngu sína í B-deildinni í Armeníu. Það komst upp í úrvalsdeild í fyrstu tilraun en var síðar selt armenska viðskiptamanninum Karen Abrahamyan sem breytti nafni félagsins í Noah FC. Tímabilið 2019-2020 vann félagið armenska bikarinn. Fyrsti og eini titillnn frá því félagið var stofnað.
Jæja þá er bara að skoða hvort það séu einhverjir spilhæfir golfvellir í Yerevan.
— Rikki G (@RikkiGje) July 8, 2024
1+1 samningur og minn maður klár í slaginn. ???????? pic.twitter.com/hSTccn1AiM
Athugasemdir