Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 11:02
Elvar Geir Magnússon
Arsenal býr sig undir að kynna Nörgaard
Mynd: EPA
Allt er klárt í kaupum Arsenal á danska miðjumanninum Christian Nörgaard, fyrirliða Brentford.

Enskir fjölmiðlar segja að bara eigi eftir að tilkynna um kaupin og það verði gert í vikunni.

Arsenal borgar um 15 milljónir punda fyrir Nörgaard,

Nörgaard, sem er 31 árs, kemur inn í hópinn í stað Thomas Partey sem yfirgefur félagið þar sem hann og Arsenal komust ekki að samkomulagi um nýjan samning.


Athugasemdir
banner
banner