Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lærisveinn Heimis orðaður við Roma
Mynd: EPA
Evan Ferguson, leikmaður Brighton og landsliðsmaður Írlands, er orðaður við Roma.

Sky á Ítalíu greinir frá því að Roma hafi mikinn áhuga á honum en það stendur til boða að fá þennan tvítuga framherja á láni.

Það var mikil eftirvænting þegar hann gekk til liðs við Brighton frá Bohemians árið 2021 en hann hefur ekki náð að heilla en hann hefur leikið 80 leiki og skorað 17 mörk.

Hann var lánaður til West Ham á síðustu leiktíð og lék 8 leiki án þess að ná að skora.

Hann á að baki 22 landsleiki fyrir Írland, sem er undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, og hefur skorað fimm mörk.
Athugasemdir
banner
banner