Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lánaður í þriðja sinn frá Tottenham (Staðfest)
Mynd: Tottenham
Tottenham hefur staðfest að framherjinn Alejo Veliz sé farinn á láni til Rosario Central í Argentínu og verður þar út árið hið minnsta.

Veliz er Argentínumaður sem var keyptur frá Rosario árið 2023. Talað var um að hann hefði kostað 13 milljónir punda þegar hann kom frá Argentínu.

Hann spilaði átta leiki á sínu fyrsta hálfa tímabili hjá Tottenham og skoraði eitt mark, gegn Brighton.

Hann kláraði það tímabil hjá Sevilla og lék svo á síðasta tímabili með Espanyol.

Veliz verður 22 ára í september. Enginn kaupmöguleiki er í lánssamningnum við Rosario.


Athugasemdir
banner
banner