Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 08. júlí 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liðsfélagi Hákonar á leið til Leeds
Mynd: EPA
Leeds hefur náð samkomulagi við Lille um kaup á sænska vinstri bakverðinum Gabriel Gudmundsson.

Leeds borgar 10 milljónir punda fyrir sænska landsliðsmanninn.

Gudmundsson er 26 ára gamall en hann gekk til liðs við Lille frá Groningen árið 2021. Hann lék 137 leiki fyrir liðið. Þá á hann 15 landsleiki fyrir hönd Svíþjóðar.

Hann hefur að sjálfsögðu verið liðsfélagi Hákonar Arnars Haraldssonar frá 2023 þegar íslenski landsliðsmaðurinn fór til Lille frá FC Kaupmannahöfn.

Hann verður fjórði leikmaðurinn sem Leeds fær til sín fyrir átökin í úrvalsdeildinni á eftir framherjanum Lucas Nmecha og varnarmanninum Sebastiaan Bornauw sem komu frá Wolfsburg og varnarmanninum Jaka Bijol sem kom frá Udinese.
Athugasemdir
banner
banner